• Hugbúnaður
    • Lykilþættir
    • Eignastjórnun
    • Fyrirbyggjandi viðhald
    • Varahlutastjórnun
    • Snjallsímalausn >
      • Sækja app
    • Notendur
    • Bóka kynningu
  • Kostir Maintx
  • Fyrirtækið
    • Um Maintsoft ehf
    • Hafa samband
    • Þjónusta >
      • Notendaðstoð
      • Stoðupplýsingar
      • Sérfræðiþjónusta
      • Verðlagning
      • Blogg
  • English
Maintx
  • Hugbúnaður
    • Lykilþættir
    • Eignastjórnun
    • Fyrirbyggjandi viðhald
    • Varahlutastjórnun
    • Snjallsímalausn >
      • Sækja app
    • Notendur
    • Bóka kynningu
  • Kostir Maintx
  • Fyrirtækið
    • Um Maintsoft ehf
    • Hafa samband
    • Þjónusta >
      • Notendaðstoð
      • Stoðupplýsingar
      • Sérfræðiþjónusta
      • Verðlagning
      • Blogg
  • English

Blogg - Maintx

Nýttu þér þjónustu okkar við að innleiða Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið

19/12/2018

 
Picture
Picture
Icefresh í Þýsklandi er eitt þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér þjónustu MaintSoft ehf fyrir hraðari og skjótari innleiðingu á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu

5 mikilvæg atriði vegna innleiðingar á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu

1.  Aðstoð við að setja upp eignaskrá fyrirtækisins í kerfinu 
MaintSoft getur hjálpað við að skilgreina þær eignir sem notandi vill halda utan um í kerfinu og hvernig best er að setja upp eignaskrána til þess að einfalda leit eða hvernig á að skilgreina undirþætti eigna. Oft leiðir óvönduð uppsetning á eignaskránni til þess að árangurinn verður ekki eins og stefnt var að. 
 
2.  Aðstoð við að setja upp fyrirbyggjandi verk 
MaintSoft getur hjálpað við að skilgreina fyrir þau upp að hluta eða öllu leyti og sjá til þess að starfsmenn hafi nauðsynlega þekkingu til að nota þennan þátt kerfisins. Ein helsta forsenda kostnaðarlækkunar vegna notkunar kerfisins er aukin notkun á  fyrirbyggjandi verkum og reglulegu eftirliti til þess að fækka bilunum og neyðartilvikum og lengja  notkunartíma eigna þinna. 

3. Aðstoð við að lesa inn fyrirliggjandi gögn í kerfið
MaintSoft getur hjálpað við að skilgreina hvaða gögn eigi að nýta í kerfinu og færa þau í það. Hvort sem verið er að endurnýta margra ára viðhaldssögu úr öðru kerfi eða að byrja frá byrjun þá skiptir miklu máli að gögnin sem fara í kerfið séu sem allra hreinust því að þá er fljótara að komast í gang með kerfið. Oft seinkar gangsetningu á viðhalds-stjórnunarkerfinu þar sem þarfirnar varðandi innlestur gagna eru óskýrar milli aðila.

4. Aðstoð við að skilgreina upplýsingaþarfirnar
MaintSoft getur hjálpað við skilgreina skýrslur sem henta viðhaldsdeildinni, stjórnendum og bókhaldsdeildinni. Að hugsa um þessar skýrslur fyrirfram stuðlar að því að kerfið sé sett upp, stillt og notað með þeim hætti að upplýsingarnar sem óskað er eftir berist.  

5. Aðstoð við að kenna notendum
MaintSoft getur hjálpað við að þjálfa notendur enda er það besta leiðin til að tryggja að starfsemi þín fái sem allra mest út úr kerfinu, þ.e. að vernda fjárfestinguna og hámarka ávinning vegna viðhalds í starfseminni. 

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum  fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

​Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu.
Bókaðu kynningu á Maintx

Viðhaldsstefna - 6 mikilvæg atriði

18/12/2018

 
Picture
1. Notkunartími:  
Notkunartími er skilgreining á því hvernær tæki er í notkun, í áreiðanlegu ástandi og tilbúið til notkunar. Þetta er til dæmis unnt að mæla með hlutfallinu á milli notkunar og heildartíma. Sá tími sem tækið er ekki í notkun vegna skipulags viðhalds er undanskilinn.

2. Áreiðanleiki:
Áreiðanleiki er geta tækis til að sinna sínu hlutverki án bilana miðað við skilgreindar forsendur og tíma. Þetta er til dæmis unnt að mæla með því að meta líkurnar á því hversu lengi kerfið á að vera í notkun. Endurtekning og tíðni bilana hafa áhrif á líkurnar og þar með áreiðanleika.  
Hugtökunum notkunartíma og áreiðanleika er oft blandað saman.  Í hefðbundinni starfsemi eins og verksmiðjum skiptir heildarnotkunartími meira máli en minni bilanir, þ.e. notkunartími vegur meira en áreiðanleiki. Hins vegar er þessu öfugt farið í t.d. flugiðnaði þar sem krítiskar bilanir geta valdið stórslysum og því skiptir áreiðanleiki meira máli í því tilviki.

3. Viðhaldsbærni:
Viðhaldsbærni er hversu þægilegt er að halda við tæki í rekstrarhæfu ástandi og hversu hratt (auðveldlega) er unnt gera við tækið ef það bilar. Þetta er stundum mælt með meðaltíma á milli bilana og meðaltíma að gera við. 

4. Öryggi:
Öryggi á við rekstur allra rekstrareigna í þeim tilgangi að draga úr hættum, áhættu, slysum og mögulegu tjóni og þannig vernda fólk, eignir og umhverfi frá skaða eða hættu vegna handahófskendra atburða.  

5. Vernd:
Með vernd er átt við það ástand að vera laus við hættu eða ógnun sérstaklega frá skipulögðum aðgerðum sem af ásetningi eru skipulagðar til þess að skapa hættu eða ógnun.  

6. Sjálfbærni:
Sjálfbærni er geta kerfa og ferla til að vera viðeigandi og að þola áskoranir sem koma upp á líftíma þeirra. Sjálfbærni er oft spurningin um að mæta þörfum dagsins í dag án þess að stefna í hættu velferð komandi kynslóða.  Oft snýst sjálfbærni um umhverfisvernd og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. 

Meiri notkunartími, áreiðanleiki, viðhaldsbærni, öryggi og vernd ættu að vera meginmarkmið hverrar viðhaldsstefnu. Sjálfbærni tryggir ábyrgan vöxt og eignastjórnun. Að ná þessum markmiðum lágmarkar rekstrarstöðvanir og bilanir, lengir líftíma eigna, eykur rekstrarlega skilvirkni og eykur öryggi og vernd fyrir fólk, eignir og umhverfi.  
​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum  fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

​Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu.
Bókaðu kynningu

    Maintsoft teymið

    Fylgstu með nýju efni um viðhaldsstjórnun, uppfærslum á Maintx og mörgu fleira.

    Eldra efni

    May 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    June 2018
    February 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    November 2016
    September 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015

Vörur 

Viðhaldshugbúnaður
​
App - Maintx
Kostir Maintx
​Notendur Maintx

Þjónusta

Bóka kynningu
Verðlagning
Sérfræðiþjónusta
Aðstoð
Stoðupplýsingar
Blogg Maintx

Fyrirtækið

Um okkur
Hafa samband
​​English website

Staðsetning

MaintSoft ehf
Ármúla 36
108 Reykjavík
Sími 533 1050
info@maintx.is

© MaintSoft ehf | Reykjavík | Kennitala 410207-0280 | VSK nr. 93140 | Allur réttur áskilinn | Trúnaður

  • Hugbúnaður
    • Lykilþættir
    • Eignastjórnun
    • Fyrirbyggjandi viðhald
    • Varahlutastjórnun
    • Snjallsímalausn >
      • Sækja app
    • Notendur
    • Bóka kynningu
  • Kostir Maintx
  • Fyrirtækið
    • Um Maintsoft ehf
    • Hafa samband
    • Þjónusta >
      • Notendaðstoð
      • Stoðupplýsingar
      • Sérfræðiþjónusta
      • Verðlagning
      • Blogg
  • English