• Hugbúnaður
    • Viðhaldskerfi >
      • Eignir
      • Verkbeiðnir
      • Varahlutir
      • Samtenging
    • Snjallsímalausn >
      • Viðhaldsbeiðnir
    • Notendur
    • Verðlagning
  • Ávinningur
  • Þjónusta
    • Bóka kynningu
    • Stoðupplýsingar
    • Notendaðstoð >
      • Sérfræðiþjónusta
    • Blogg
  • Um okkur
    • Maintsoft ehf
    • Hafa samband
  • En
Maintx
  • Hugbúnaður
    • Viðhaldskerfi >
      • Eignir
      • Verkbeiðnir
      • Varahlutir
      • Samtenging
    • Snjallsímalausn >
      • Viðhaldsbeiðnir
    • Notendur
    • Verðlagning
  • Ávinningur
  • Þjónusta
    • Bóka kynningu
    • Stoðupplýsingar
    • Notendaðstoð >
      • Sérfræðiþjónusta
    • Blogg
  • Um okkur
    • Maintsoft ehf
    • Hafa samband
  • En

Blogg - Maintx

Miðlæg samtenging gagnagrunna vegna Maintx (t.d. fyrir skip)

20/9/2016

 
Maintx - miðlæg samtenging
Miðlæg samtenging gagnagrunna vegna Maintx

Almennt

​Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið hjálpar þér með einfaldari og hagkvæmari hætti að stýra viðhaldi á eignum fyrirtækisins, þ.e. viðhaldsverkefnum, viðhaldssögu og kostnaði.
​
Með Maintx er auðvelt fyrir fyrirtæki með skipaflota, þar sem netsamband er  óreglulegt, að vera annars vegar með viðhaldskerfið uppsett í hverju skipi og hins vegar vera með miðlæga uppsetningu á kerfinu (miðlægur gagnagrunnur) á aðalskrifstofu sinni, þar sem öll gögn úr gagnagrunnunum í skipunum eru lesin inn um leið og skipin er komið með nettengingu og eins eru þá upplýsingar úr miðlæga gagnagrunninum lesnar inn í gagnagrunn hvers skips um leið.

Ávinningur

​Ávinningurinn fyrir aðalskrifstofuna í landi af samtengingunni er m.a. sá að hún fær sjálfkrafa allar upplýsingar um viðhaldsverkefni, varahlutanotkun og kostnað lesnar rafrænt í miðlæga grunninn og hefur þannig fullkomnar upplýsingar um þessa þætti. 
Ávinningurinn fyrir skipið af samtengingunni er m.a. sá að skýrslugjöf til aðalskrifstofu um viðhald er að mestu sjálfvirk og að stjórnun varahlutanotkunar verður mun betri, sem dregur úr hættunni á að skipið verði órekstrarhæft um lengri tíma vegna skorts á varahlutum.
​
Tilgangurinn með því að tengja saman Maintx gagnagrunna með þessum hætti er að hámarka skilvirkni og gera gögn aðgengilegri fyrir hvort kerfið fyrir sig.  

​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bókaðu kynningu

Samherji hf landvinnsla velur Maintx

19/9/2016

 
Það er okkur ánægja að kynna að Samherji hf hefur í september 2016  valið Maintx til þess að hafa stjórn á viðhaldi  eigna, sem falla undir vinnslu í landi og að auki hluta af skipaflota fyrirtækis

Velta Samherja hf skiptist nánast til helminga á milli útgerðar og vinnslu í landi. Landsvinnslan samanstendur af viðamikilli landvinnslu fyrirtækisins í Davíkurbyggð og á Akureyri. Einnig fiskeldisfyrirtækjum í Grindavík, Núpum og Öxarfirði.

​Jafnframt mun fyrirtækið Ice Fresh Seafood í Þýskalandi (www.icefreshseafood.de/), sem að hluta til er í eigu Samherja hf nota Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið.
​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu
Maintx - Samherji hf
Frá landvinnslu Samherja hf. Mynd af vefsíðu.
Picture

Löndun ehf velur Maintx

2/9/2016

 
​Það er okkur mikil ánægja að bjóða fyrirtækið Löndun ehf velkomið, sem nýjan viðskiptavin í hóp notenda Maintx.

Löndun ehf. er þjónustufyrirtæki fyrir útgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Það er velþekkt fyrir vandaða þjónustu. Fyrirtækið býður heildarþjónustu fyrir skip.

Ásamt löndunarþjónustu býður Löndun alla almenna þjónustu fyrir skip sem koma til hafnar. Löndun sér um að útvega allt það sem þarf fyrir afgreiðslu skipa, sem snýr að losun og frágangi afla, plast filmu, bretti og annað sem þarf í löndun. Vara er afgreidd á markað, í gáma eða bíla, og umbúðum kosti og veiðarfærum komið um borð eftir óskum  verkkaupa. ​

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu
Maintx - Löndun ehf
Mynd af heimasíðu Löndunar ehf

Maintx - tengingar við annan hugbúnað

14/7/2016

 
​Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið hjálpar þér með einfaldari og hagkvæmari hætti að stýra viðhaldi á eignum fyrirtækisins, þ.e. viðhaldsverkefnum, viðhaldssögu og kostnaði. 

Tilgangurinn með því að tengja saman Maintx og annað hugbúnaðarkerfi er að hámarka skilvirkni og koma í veg fyrir tvíverknað eða mismun.  Samþáttun gerir gögn aðgengilegri fyrir hvort kerfið fyrir sig og sér um að gögnin fari á milli kerfanna. Þessi gagnasamskipti geta falið í sér að kerfin lesa gögn í hvor öðru, senda gögn á milli eða hvoru tveggja. 

Að öllu jöfnu er tiltölulega auðvelt að tengja og samþætta Maintx við ýmsan hugbúnað svo sem eftirlitskerfi, mælitæki og viðskiptahugbúnað. Mikill ávinningur felst í því að samnýta gögn sem er að finna í kerfum og tækjum til að auka skilvirkni og framleiðni. Við bjóðum ýmsar lausnir til þess að tengja Maintx við mismunandi kerfi: 
Nánar

​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu
Picture
Dæmi um hugbúnað sem unnt er að tengja við Maintx til að samnýta gögn

Airport Associates velur Maintx

1/4/2016

 
Maintx - Airport Associates
Frá Keflavíkurflugvelli. Mynd af vefsíðu Airport Associates.
Það er okkur mikil ánægja að bjóða fyrirtækið Airport Associates á Keflavíkurflugvelli velkomið sem nýjan viðskiptavin í hóp notenda Maintx.

Fyrirtækið er eini sjálfstæði flugvallaþjónustuaðilinn við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli. Þjónustan er í boði allan sólarhringinn og nær til m.a. fullrar afgreiðslu flugvéla og rekstur vöruhúss fyrir alla frakt. 

Meðal viðskiptavina eru: British Airways, Cargolux, Airlines, UPS, Air Berlin, Germanwings, Bluebird Cargo, Fly Niki, First Choice Airways, WOW air, Primera Air, easyJet, Norwegian, Baseops Europe, Avcon, Transavia, Corendon, MNG Airlines, Volga Dnepr, Airbridge, ABX air o.fl.​

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Pantaðu kyningu

Nýtt og betra útlit á notendaviðmóti Maintx

15/3/2016

 
Picture
Gerðar hafa verið verulegar breytingar m.a. á notendaviðmóti og aðgerðahnöppum í nýjustu útgáfu Maintx, sem kom út í mars 2016.

Breytingunum er ætlað að auðvelda notendum að vinna í kerfinu og samræma aðgerðir innan þess, samhliða því að gera kerfið áreiðanlegra og öruggara.
Skoða yfirlit um nýja aðgerðarhnappa
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
​
Bóka kyningu

Te & Kaffi velur Maintx

3/3/2016

 
Picture
Frá kaffihúsi Te & Kaffi í Kringlunni. Mynd af vefsíðu fyrirtækisins.
Það er okkur mikil ánægja að bjóða velkominn nýjan viðskiptavin í hóp notenda Maintx. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af þeim frábæru vörum i sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins, og rekstur kaffihúsa sem eru tólf talsins.

​Í dag starfa yfir 150 manns hjá fyrirtækinu í gríðarlega ólíkum og skemmtilegum verkefnum. Auk kaffiframleiðslu og rekstur kaffihúsa er Te & Kaffi einnig með heildsölu á kaffi, tei og ýmsum tengdum vörum. Heildsalan selur á þrjá mismunandi markaði; veitingamarkað, skrifstofumarkað og matvörumarkað. 

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:

Pantaðu kynningu

Lífland - fóðurverksmiðja velur Maintx

29/1/2016

 
Maintx - Lífland
Mynd af vefsíðu Líflands
​Við hjá Maintsoft ehf erum mjög ánægð að kynna að Lífland, hefur valið að innleiða Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið til að stýra viðhaldi vegna fóðurframleiðslu sinnar í verksmiðjum fyrirtækisins að Grundartanga og Sundahöfn.

Lífland leggur mikla áherslu á gæðamál í öllum deildum fyrirtækisins. Það er stefna Líflands að tryggja viðskiptavinum sínum að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli væntingar og þarfir þeirra hvað varðar gæði, öryggi, afgreiðslu og samkeppnishæft verð.
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Slysavarnafélagið Landsbjörg velur Maintx 

23/11/2015

 
Maintx - Landsbjörg
Mynd fengin af vefsíðu Landsbjargar
Við erum mjög ánægð að kynna að Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur valið að innleiða Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið. Til að byrja með er áherslan á viðhald tækja vegna sjóbjörgunar en stefnt er að því að nota hugbúnaðinn fyrir öll tæki félagsins þegar fram líður.
Picture
"Björgunarbátum sveitanna má skipta í þrjá meginflokka

Slöngubátar, en um það bil 95 slíkir eru í eigu björgunarsveitanna. Þetta eru uppblásnir bátar, flestir tæplega 5 metra langir með 30-40 hestafla utanborðsvélum, en ganghraði þeirra er um 20-30 sjómílur á klukkustund og í áhöfn eru yfirleitt 2-3 menn.

Harðbotna slöngubátar, en þeir eru 25 talsins með góða dreifingu umhverfis landið. Þeir eru á stærðarbilinu frá 5,5 og upp í 9 metra langir, ýmist með utanborðsvélum eða föstum dieselvélum. Nokkrir þeirra eru með litlu stýrishúsi en flestir eru alveg opnir en með stjórnpúlti og hnakk fyrir áhöfnina sem er yfirleitt 3-4 menn. Ganghraði þessara báta er yfirleitt nálægt 30 sjómílum.

Björgunarskip, eru fjórtán talsins og eru þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur þeirra, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiriháttar viðgerðir. Flestir þessara báta voru fengnir frá systurfélögum okkar í Evrópu en þar fer fram mikil þróun í gerð og búnaði slíkra báta. Þessir bátar eru frá 15 og upp í 25 metra langir og allt að 85 tonn. Ganghraði bátanna er frá 12 og upp í 30 sjómílur og í áhöfn eru frá 4 og upp í 8 menn.

Read More

Dæmi um áþreifanlegan árangur strax með Maintx!

7/11/2015

 
Hér höfum við tekið saman 3 lykilskjámyndir úr kerfinu með stuttum skýringum sem á einfaldan og skýran hátt sýna þann áþreifanlega árangur sem unnt að ná með Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu strax eftir að það er tekið í notkun:

1 Eignaskrá og fyrirliggjandi verkbeiðnir

Hér hefur þú á einum stað flokkaðar og aðgengilegar allar efnislegar eignir fyrirtækisins og fyrirliggjandi verkbeiðnir á eign. Ávinningurinn er strax áþreifanlegur í formi margfalt betri yfirsýnar og skipulags hvort sem þú ert stjórnandi eða viðhaldsstarfsmaður.​
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Smelltu á myndina til að stækka

2 Þín verk, þ.e. einungis verkbeiðnir sem tilheyra þér

Hér birtast sjálfvirkt allar þínar verkbeiðnir. Um leið og þú lokar verkinu þá færist það sjálfkrafa í viðhaldssöguna og fer af verkalista þínum. Ávinningurinn er strax áþreifanlegur í formi þess að þú og stjórnendur hafa alltaf fulla yfirsýn um stöðuna á þínum verkbeiðnum.
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Smelltu á myndina til að stækka

3 Viðhaldssaga

Hér safnast sjálfvirkt upplýsingar um allar verkbeiðnir sem lokið er við. Hægt er að sía gögnir eftir ýmsum forsendum og færa í úrvinnsluforrit eins og t.d. Excel, Qlik View og Cognos. Ávinningurinn er strax áþreifanlegur í formi þess að stjórnendur hafa alltaf aðgang að afgreiddum verkbeiðnum og viðhaldssögu eigna og geta unnið úr þessum gögnum.
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Smelltu á myndina til að stækka
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ​ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Panta Kynningu

Fáðu ókeypis kynningu á Maintx fyrir þitt fyrirtæki

18/10/2015

 
Picture
Maintsoft ehf býður áhugasömum fyrirtækjum ókeypis kynningu á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu. Kynningin getur fari fram hvort sem er á starfsstöð þinni, okkar eða yfir netið. 

Að panta kynningu er ókeypis. Ekki þarf að skrá greiðslukort, skuldbinda sig eða leggja til hugbúnað. Ráðgjafi okkar mun verða í sambandi til þess að setja upp kynningu fyrir þig og þína starfsemi. Ef þér líkar það sem við höfum að bjóða þá getum við talað saman um hvernig þú getir byrjað nota lausnina.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Kísilverksmiðjan í Helguvík velur Maintx

24/9/2015

 
Við erum mjög ánægð að kynna að Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík, United Silicon hf, hefur valið að innleiða Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið.

Kostnaðurinn við fyrsta áfanga verksmiðjunnar er um 12 milljarðar kr. en fullbyggð mun hún kosta 36 milljarða kr. Stefnt er að því að fyrirtækið verði með fjóra ofna í rekstri og verði ein stærsta kísilmálmverksmiðja í heimi.

United Silicon hf er íslenskt félag í meirihlutaeigu Íslendinga og meðal fjárfesta eru íslenskir og erlendir einstaklingar ásamt íslenskum lífeyrissjóðum.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu
Maintx - United Silicon hf

Gátlisti til að meta þörfina á viðhaldstjórnunarkerfi

18/9/2015

 
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Sækja gátlista
Til þess að auðvelda fyrirtækjum að meta hvort þörf sé fyrir viðhaldsstjórnunarkerfi í starfsemi þeirra höfum við útbúið einfaldann gátlista, sem þú getur notað í þessum tilgangi. 

Ef svörin við spurningum á gátlistanum eru ekki vel skilgreind eða skortir – þá er ástæða fyrir fyrirtækið að meta kosti þess að taka upp viðhaldsstjórnunarkerfi sem er skilvirkt og notendavænt eins og Maintx.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Ekki styttta þér leið vegna notkunar á viðhaldsstjórnunarkerfi

14/9/2015

 
Picture
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Starfsmenn sem líta á viðhaldsstjórnunarkerfi fyrirtækisins sem íþyngjandi verkfæri hafa oft tilhneigingu til þess að stytta sér leið þegar kemur að notkun á því. Það hefur hins vegar verulega neikvæð áhrif á virði og nákvæmni kerfisins. 
Þegar notendur stytta sér leið þá minnkar ávinningurinn af kerfinu. Ef að notendur fara að hugsa sem svo að þeir ráði því sjálfir hvenær og hvernig kerfið er notað þá verða allar upplýsingar í því bæði ónákvæmar og óvandaðar.

Að stytta sér leið getur t.d. falist í því að sleppa að búa til verkbeiðnir á minni verk og að loka aldrei ekki verkbeiðni í stað þess að búa til nýja. Grunnreglan er hins vegar sú að hvert einasta verk á alltaf að vera sérstaklega skráð óháð stærð þess eða eðli.

Hér eru nokkur mikilvæg atriði til að hafa í huga:

  1. Búið til reglur um hvernig skrá eigi upplýsingar, sem fylgt er eftir innan fyrirtækisins. Að fara eftir reglunum um skráninguna á alltaf að vera sjálfsagður hluti af verkefnum starfsmannsins.​
  2. Veitið starfsmönnum þann tíma sem þeir þurfa til að skrá upplýsingar og gerið þeim ljóst að þetta sé ekki síður mikilvægt en sjálf viðgerðin. 
  3. Tryggið að allir notendur hafi auðveldan aðgang að viðhaldskerfinu.
  4. Verið nákvæm í umsjón alls efnis/varahluta i kerfinu fyrir þá varahluti sem ekki eru geymdir á varahlutalager ykkar. Hver varahlutur á alltaf að vera tengdur við verkbeiðni. Þannig er haldið utan um  alla þætti viðgerðarinnar. Að fara eftir þessu tryggir að réttur varahlutalisti er tengdur við verkbeiðnina og að unnt sé að endurtaka verk í samræmi við bestu aðferðir í fyrirtækinu.
Heimild : CMMSCITY 2015
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu: 
Bóka kynningu

Stjórnun á viðhaldi sem sinnt er af verktökum

14/9/2015

 
Picture
Picture

​Hvernig nýtist Maintx?

Að kaupa þjónustu af verktaka getur verið hagstætt fyrir ákveðnar tegundir af viðhaldsverkefnum. Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið hjálpar þér að styðja við þetta til dæmis með eftirfarandi hætti:
  1. Verksamningar/verklýsingar og aðrar upplýsingar eru geymdar í kerfinu.
  2. Framkvæmdinni á viðhaldsverkum er fylgt eftir með daglegum, vikulegum eða mánaðarlegum skýrslum frá verktaka, sem færðar eru á verk í kerfinu.
  3. Staðfesting og eftirlit með vinnu verktakans er gerð með „tvöfaldri lokun“ í kerfinu*.
  4. Reikningur verktaka er borinn saman við samanburðaryfirlit fyrir reikninga.
  5. Unnt er að bera saman kostnað við verkefni á milli verktaka og starfsmanna verkkaupa.
  6. Hægt er að stýra þjónustu verktaka og starfsmanna á sama tíma í kerfinu.
  7. Unnt er að skilgreina mælikvarða eins og tímann á milli viðgerða og tímann sem tekur að gera við.

*Tvöföld lokun er þegar ábyrgðaraðili verkkaupa staðfestir í viðhaldsstjórnunarkerfinu að verktakinn hafi lokið verkinu á fullnægjandi hátt í samræmi  við samninga.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Nýtt - smábæklingar um Maintx á íslensku og ensku

27/8/2015

 

Brochure
In English

Picture

Bæklingur
á íslensku

Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Til fróðleiks fyrir áhugasama um Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið höfum við tekið saman 2 smábæklinga á íslensku og ensku,  þar sem dregnar eru saman í stuttu máli upplýsingar um hlutverk kerfisins, meginþætti þess, dæmi um viðskiptavini og  ávinning við að nota það.

Þetta er þægileg aðferð til þess að byrja að fá yfirsýn um hvernig Maintx viðhaldskerfið getur komið að notum í þínu fyrirtæki.

Bæklingur á íslensku
Brochure in English
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Hvers vegna henta töflureiknar ekki sem viðhaldsstjórnunarkerfi?

27/8/2015

 
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Ýmis fyrirtæki reyna að stýra viðhaldi eigna sinna með töflureiknum (t.d. Excel). Þrátt fyrir gríðarlegt notagildi töflureikna eru ýmsar ástæður fyrir því að ekki er unnt að nota þá í stað viðhaldsstjórnunarkerfa. Ein af þeim er t.d. eftirfarandi:

Segjum sem svo að þú sért með 25 tæki (eignir) og 2 starfsmenn sem sinna viðhaldi. Að stýra viðhaldinu á þessum eignum með tilliti til áætlanagerðar og framkvæmdar verður mjög fljótt yfirþyrmandi.

Gefum okkur að það séu 4 verk á hvert tæki á mánuði, sem þá eru alls 100 verk sem þarf að sinna, sem bætast á viðhaldáætlun eignanna. Þetta þýðir að bæta þarf 100 verkum á verkáætlun, skrá þarf vinnustundir á 100 verk  og skrá þarf kostnað á 100 verk. 

Þetta þýðir jafnframt að samræma þarf 25 verkáætlanir til þess að tryggja að gerð sé grein fyrir öllum vinnustundum og senda þarf 100 upplýsingar til bókhaldsdeildar til að færa kostnaðinn til bókar. 

Read More

Landhelgisgæslan velur Maintx fyrir starfsemi sína á öryggisvæðunum

29/7/2015

 
Við erum stolt af því að kynna að Landhelgisgæslan hefur valið  Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið fyrir starfsemi sína á skilgreindum öryggissvæðum.

Landhelgisgæslan notar í dag Maintx hugbúnaðarlausnina fyrir ýmsa aðra þætti starfseminnar, svo sem rekstur varðskipa og verkefna á Reykjavíkurflugvelli. 

Helstu notkunarsvið Maintx kerfisins á öryggisvæðunum eru á sviði stjórnunar á viðhaldi þeirra fasteigna og tækja sem Landhelgisgæslan ber ábyrgð á.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka  kynningu
Maintx - Landhelgisgæslan
(Mynd af vefsíðu Landhelgisgæslunnar)

Reykjavik Excursions - Kynnisferðir velur Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið

29/7/2015

 
Maintx - Reykjavik Excursions Kynnisferðir
(Mynd af vefsíðu Kynnisferða ehf)
Við erum afar ánægð að geta kynnt að Reykjavik Excursions – Kynnisferðir hafa að undangenginni ítarlegri úttekt valið Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið fyrir starfsemi sína, þ.e. bílaleigu, hópferðabifreiðar og aðrar eignir.

Fyrirtækið er eitt það öflugasta á Íslandi á sviði fólksflutninga og þjónustu við ferðamenn. Það rekur m.a. stóran flota hópferðabifreiða og fólksbifreiða. Í  dag eru þetta um 100 hópferðabifreiðar og um 250 fólksbifreiðar, sem allar þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma, enda miklir hagsmunir í húfi fjárhagslega og öryggislega.

Fyrirtækið er fyrsta íslenska hópferðafyrirtækið með vottun ISO 14001 fyrir umhverfisstjórnun sína frá British Standard Institue (BSI). Þá hefur fyrirtækið nýlega fengið viðurkenningu frá Vaka fyrir gæða- og umhverfiskerfi sín. Fyrirtækið er jafnframt að vinna að því að innleiða OHSAS 1801 kerfið. Þá er fyrirtækið það eina sinnar tegundar á Íslandi sem meðlimur í Global Passenger Network, sem eru alþjóðleg samtök til þess að tryggja hámarksgæði vegna rekstrar hópferðabifreiða.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka  kynningu

Ný vefsíða fyrir Maintx

25/6/2015

 
Picture
Verið velkomin á nýja vefsíðu Maintsoft  ehf sem hönnuð er til þess að betrumbæta þjónustu okkar og upplýsingar um Maintx, sem er vinsæll hugbúnaður fyrir eigna- og viðhaldsstýringu.

Marel hf og Maintsoft ehf gera samstarfssamning

24/6/2015

 
Picture
Kristján Sigurgeirsson og Trausti Árnason
Marel hf og Maintsoft ehf hafa gert með sér samkomulag um markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Maintx sem er þróuð af Maintsoft ehf fyrir eigna- og viðhaldsstýringu.

Marel hf mun bjóða núverandi og nýjum viðskiptavinum Maintx hugbúnaðinn á öllum markaðssvæðum sínum. Maintsoft ehf mun veita ráðgjöf til þessara aðila eftir atvikum. 

Maintsoft ehf mun annast innleiðingu á Maintx hugbúnaðinum vegna nýrra lausna Marel hf þannig að Marel hf getur afhent viðskiptavinum sínum Maintx, sem rafræna handbók, vöruskrá varahluta og fyrirbyggjandi viðhaldskerfi eftir þörfum hvers viðskiptavinar.

Marel hf (www.marel.is)er leiðandi á alþjóðamarkaði í þróun hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað. Nánari upplýsingar veita Kristján Sigurgeirsson hjá Maintsoft ehf og Trausti Árnason hjá Marel hf.
Hafðu samband
Forward>>

    Maintsoft teymið

    Fylgstu með nýju efni um viðhaldsstjórnun, uppfærslum á Maintx og mörgu fleira.

    Eldra efni

    April 2022
    June 2021
    March 2021
    October 2020
    May 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    June 2018
    February 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    November 2016
    September 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015

Vörur 

Viðhaldskerfið
​App
Kostir kerfisins
​Notendur kerfisins

Þjónusta

Bóka kynningu
Verðlagning
Sérfræðiþjónusta
Aðstoð
Stoðupplýsingar
Blogg Maintx

Fyrirtækið

Um okkur
Hafa samband
​​English website

Staðsetning

MaintSoft ehf
Ármúla 36
108 Reykjavík
Sími 533 1050
info@maintx.is

© MaintSoft ehf | Reykjavík | Kennitala 410207-0280 | VSK nr. 93140 | Allur réttur áskilinn | Trúnaður

  • Hugbúnaður
    • Viðhaldskerfi >
      • Eignir
      • Verkbeiðnir
      • Varahlutir
      • Samtenging
    • Snjallsímalausn >
      • Viðhaldsbeiðnir
    • Notendur
    • Verðlagning
  • Ávinningur
  • Þjónusta
    • Bóka kynningu
    • Stoðupplýsingar
    • Notendaðstoð >
      • Sérfræðiþjónusta
    • Blogg
  • Um okkur
    • Maintsoft ehf
    • Hafa samband
  • En