Við hjá Maintsoft ehf erum mjög ánægð að kynna að Lífland, hefur valið að innleiða Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið til að stýra viðhaldi vegna fóðurframleiðslu sinnar í verksmiðjum fyrirtækisins að Grundartanga og Sundahöfn. Lífland leggur mikla áherslu á gæðamál í öllum deildum fyrirtækisins. Það er stefna Líflands að tryggja viðskiptavinum sínum að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli væntingar og þarfir þeirra hvað varðar gæði, öryggi, afgreiðslu og samkeppnishæft verð. Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.
Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu: Við erum mjög ánægð að kynna að Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur valið að innleiða Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið. Til að byrja með er áherslan á viðhald tækja vegna sjóbjörgunar en stefnt er að því að nota hugbúnaðinn fyrir öll tæki félagsins þegar fram líður.
Hér höfum við tekið saman 3 lykilskjámyndir úr kerfinu með stuttum skýringum sem á einfaldan og skýran hátt sýna þann áþreifanlega árangur sem unnt að ná með Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu strax eftir að það er tekið í notkun: 1 Eignaskrá og fyrirliggjandi verkbeiðnir
2 Þín verk, þ.e. einungis verkbeiðnir sem tilheyra þér
3 ViðhaldssagaHér safnast sjálfvirkt upplýsingar um allar verkbeiðnir sem lokið er við. Hægt er að sía gögnir eftir ýmsum forsendum og færa í úrvinnsluforrit eins og t.d. Excel, Qlik View og Cognos. Ávinningurinn er strax áþreifanlegur í formi þess að stjórnendur hafa alltaf aðgang að afgreiddum verkbeiðnum og viðhaldssögu eigna og geta unnið úr þessum gögnum.
|
Maintsoft teymiðFylgstu með nýju efni um viðhaldsstjórnun, uppfærslum á Maintx og mörgu fleira. Eldra efni
April 2022
|