Við erum mjög ánægð að kynna að Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur valið að innleiða Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið. Til að byrja með er áherslan á viðhald tækja vegna sjóbjörgunar en stefnt er að því að nota hugbúnaðinn fyrir öll tæki félagsins þegar fram líður.
Um LandsbjörgBjörgunarsveitir landsins eru allar aðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en þær eru um 100 talsins og dreifðar um allt land. Björgunarsveitir leggja metnað sinn í að hafa góðan tækjabúnað og vel þjálfaðan mannskap. Um 4000 manns eru á vaktinni allt árið, allan sólarhringinn og eru að jafnaði um 1200 útköll á ári. Björgunarsveitirnar starfa samkvæmt lögum um björgunarsveitir og björgunarmenn frá 1. júlí 2003, en þær skipa stórt hlutverk í hjálparliði almannavarna og er ætlað að sinna björgunarstörfum, fyrstu hjálp, verndun og gæslu." (Heimild vefsíða Landsbjargar) Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.
Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu: Comments are closed.
|
Maintsoft teymiðFylgstu með nýju efni um viðhaldsstjórnun, uppfærslum á Maintx og mörgu fleira. Eldra efni
April 2022
|