SkýringarEignastjórnun: Hér hefur þú á einum stað flokkaðar og aðgengilegar allar efnislegar eignir fyrirtækisins og upplýsingar um fyrirbyggjandi verk, tilfallandi óafgreidd verk og viðhaldssögu hverjar eignar. Verkastjórnun Hér getur þú stýrt og fylgst með stöðu allra viðhaldsverka fyrirtækisins hvort sem þau eru tilfallandi eða skipulögð (fyrirbyggjandi). Fyrirbyggjandi viðhald: Kerfið er með aðgerðum sem styðja vel við fyrirbyggjandi viðhald, svo sem eftirlit með ástandi tækja, skráningu á upplýsingum og sjálfvirku eftirliti með birgðastöðu varahluta. Varahlutastjórnun: Kerfið er sniðið fyrir innkaup og birgðahald á varahlutum vegna viðhalds. Það auðveldar þér að tryggja að mikilvægir varahlutir séu ávallt til staðar og halda vörubirgðum varahluta í lágmarki. Viðhaldssaga: Kerfið heldur utan um allt sem gert er varðandi viðhald eignanna. Þær upplýsingar eru alltaf aðgengilegar í viðhaldssögu þeirra þar sem unnt er að sía og flokka þær með ýmsum hætti. Úrvinnsla gagna: Kerfið gerir kleift að kalla fram margvíslegar staðlar skýrslur eða eftir vali sem m.a. sýna fylgni við gæðastjórnunarstaðla, svo sem fastar úttektir og fyrirbyggjandi viðhaldsverk. Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að
viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma. Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu: Comments are closed.
|
Maintsoft teymiðFylgstu með nýju efni um viðhaldsstjórnun, uppfærslum á Maintx og mörgu fleira. Eldra efni
October 2020
|