Maintx Express ný og öflug snjallsímalausn fyrir viðhald
Um er að ræða lipurt og skilvirkt app fyrir hvers konar viðhalds- og verkbeiðnir.
Búa til viðhaldsbeiðnirVeitir öllu starfsfólki þínu möguleika á að senda viðhaldsbeiðni beint í aðalkerfi Maintx. Þannig tryggir þú að allar aðgerðir séu ávallt aðgengilegar til að unnt sé að afgreiða þær.
Skoða eign (tæki)Hér getur þú skoðað yfirlit um eignir sem þú hefur aðgang að, ásamt tengslum þeirra innbyrðis.
|
Loka verkbeiðnumHér getur þú lokað verkum og skráð hvað var gert, skráð notuð aðföng og tíma sem fór í verkið, auk þess að setja inn myndir og skjöl. Allar aðgerðir vistast sjálfkrafa í aðalkerfi Maintx.
Skoða varahlutiHér getur þú skoðað varahluti sem búið er að úthluta á verk og bætt við nýjum. Þegar verki er lokað uppfærist birgðastaðan sjálfvirkt.
|
Samhæfð lausn
Mikill ávinningur
Styttri viðbragðstímiÞegar tilkynning um bilun berst úr Maintx Express eða verkbeiðni er uppfærð þá fá starfsmenn í viðhaldsdeild tilkynningu um það. Þeir geta því auðveldlega forgangsraðað áríðandi verkum. Þá er aðgangur að viðhaldssögu allra eigna til þess að auðvelda og hraða úrvinnslu verkefnisins.
|
Skilvirkari tilkynningarHver sem er í fyrirtækinu getur með Maintx Express sent tilkynningu um bilun (eða ábendingu) á eign til viðhaldsdeildar með skýringum, myndum og/eða myndböndum ef við á. Tilkynningunni er síðan breytt í verkbeiðni og úthlutað á viðhaldsaðila.
|
Minni niðritími eignaViðhaldsaðilar geta framkvæmt allt reglubundið fyrirbyggjandi viðhald á eignum og haldið utan um framvinduna í Maintx Express þó svo að nettengingu vanti. Þegar nettenging kemst aftur á þá uppfærast allar upplýsingar sjálfkrafa.
|
Betra kostnaðaryfirlitViðhaldsstarfsmenn halda utan um tíma og kostnað frá því að verkbeiðni er opnuð eða einhverjir varahlutir eru notaðir. Maintx Express veitir fyrirtækinu nákvæmar upplýsingar um umfang allra viðhaldsverkefna.
|