Velkomin til MaintSoft
MaintSoft ehf í Reykjavík annast þróun og sölu á Maintx . Markmið okkar er að gera
viðhaldsstjórnun fyrirtækja einfaldari, öruggari og skilvirkari.
viðhaldsstjórnun fyrirtækja einfaldari, öruggari og skilvirkari.
Um okkurMaintx viðhaldsstjórnunarkerfið ásamt þjónustu og starfsmönnun MaintSoft ehf hjálpar viðskiptavinum okkar að ná ennþá betri árangri á sviði viðhalds.
Maintx er fullbúinn hugbúnaður með öllum þeim aðgerðum sem til þarf fyrir fyrirbyggjandi viðhald, eignastjórnun og stjórnun varahluta. Vinsældir Maintx stafa af miklum ávinningi notenda, s.s. lægri kostnaði, auknu öryggi og lengri líftíma eigna, samhliða því að vera mjög notendavæn lausn. |
StaðreyndirFrá því að MaintSoft ehf kynnti fyrstu útgáfuna af Maintx hefur hugbúnaðurinn síðan fengið mjög góðar viðtökur hjá kröfuhörðum viðskiptavinum okkar á Íslandi sem og erlendis.
Viðskiptavinir okkar eru margvíslegir m.a. á sviði skipaflutninga, útgerðar, fiskvinnslu, samgangna, fasteignareksturs, orkuvera og þjónustu. Styrkur okkar er m.a. sá að hugbúnaðurinn er í stöðugri framþróun og aðlögun að nýjum hugmyndum, kröfum markaðarins og þörfum viðskiptavina okkar. |