• Hugbúnaður
    • Viðhaldskerfi >
      • Eignir
      • Verkbeiðnir
      • Varahlutir
      • Samtenging
    • Snjallsímalausn >
      • Viðhaldsbeiðnir
    • Notendur
    • Verðlagning
  • Ávinningur
  • Þjónusta
    • Bóka kynningu
    • Stoðupplýsingar
    • Notendaðstoð >
      • Sérfræðiþjónusta
    • Blogg
  • Um okkur
    • Maintsoft ehf
    • Hafa samband
  • En
Maintx
  • Hugbúnaður
    • Viðhaldskerfi >
      • Eignir
      • Verkbeiðnir
      • Varahlutir
      • Samtenging
    • Snjallsímalausn >
      • Viðhaldsbeiðnir
    • Notendur
    • Verðlagning
  • Ávinningur
  • Þjónusta
    • Bóka kynningu
    • Stoðupplýsingar
    • Notendaðstoð >
      • Sérfræðiþjónusta
    • Blogg
  • Um okkur
    • Maintsoft ehf
    • Hafa samband
  • En

Blogg - Maintx

Skynjarar og mælitæki tengd við Maintx

6/4/2022

 
​Skynjarar og mælar fylgjast með breytingum á mæliatriðum tækja í Maintx, svo sem hristingi, hita, vatnsmagni, rafstraumi og spennu til að auka sjálfvirkni eftirlits vegna viðhalds á tækjum.

​Unnt er að stilla viðmiðanir frá skynjurum og mælum fyrir tækin til þess að setja á stað skoðun eða aðrar aðgerðir á grundvelli gagna frá skynurum.
Picture
Maintx býður upp á sjálfvirkt eftirlit með tækjum og búnaði sem eru með skynjara.
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.
​
Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bókaðu kynningu

Ný símalausn (smáforrit) fyrir viðhalds- og verkbeiðnir í Maintx

16/6/2021

 
Þróun á nýrri símalausn Maintx Express fyrir viðhalds- og verkbeiðnir er vel á veg komin hjá MaintSoft ehf  og hefur fyrsta útgáfa þegar verið tekin í notkun.
Maintx Express er þægileg og skilvirk vef- og snjallsímalausn, sem unnt er að nota hvar sem er og hvenær sem er. 

Lausnin auðveldar viðhaldsaðilum að afkasta meira með einföldum hætti. Lausnin gengur á öll tæki með netvafra, þ.e. snjallsíma, spjaldtölvur.

​Þetta er sjálfstæð viðbót við Maintx viðhaldskerfið, og nýtir sér eiginleika þess fyrir úrlausn verkefna. 
Maintx Express app
Maintx Express er ný veflausn (app) frá MaintSoft ehf, sem hentar fyrir öll tæki með vefvafra.
Leiðbeiningar fyrir App

Lykilþættir Maintx Express

Picture

Viðhaldsbeiðnir

Veittu öllum starfsmönnum möguleika á að senda Í Maintx úr snjallsíma sínum viðhaldsbeiðni með myndum og athugasemdum
Picture

Verkbeiðnir

​Skoðaðu öll þín verk. Hér getur þú lokað verkum og sett inn lýsingu, notuð aðföng og vinnustundir, ljósmyndir og myndbönd.
Picture

Eignir

​Skoðaðu allar eignir sem þú hefur aðgang að og tengsl þeirra. 
Picture

Skjöl og myndir

Skoðaðu skjöl, myndir og myndbönd sem tengjast hverju verki fyrir sig. 

Stutt um ávinninginn

Picture
Styttri
​viðbragðstími
Picture
Skilvirkari
​viðhaldsbeiðnir
Picture
Minni niðritími
​eigna
Picture
Betra
​kostnaðaryfirlit

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bókaðu kynningu

Ný og betri lausn fyrir verkáætlanir í Maintx

23/3/2021

 
Picture
Skjámynd Maintx. Lausnin fyrir verkáætlanir á við um fyrirbyggjandi viðhaldsverk (endurtekin/föst verk)
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:

​
Bókaðu kynningu
Með þessari nýju útgáfu fyrir verkáætlanir hafa notendur mjög öflugt en jafnframt auðvelt verkfæri til þess að hafa umsjón með öllum fyrirbyggjandi verkum, sem áætluð eru, og tilföngum á því tímabili sem verið er að skoða, s.s. varahlutum, vinnustundum og aðkeyptri þjónustu. 

Lausnin hentar m.a. fyrir viðhaldsstjórnendur, tæknimenn og starfsmenn sem bera ábyrgð á birgðum og fjármálum til þess að hafa skýra yfirsýn yfir vinnutíma, varahluti og kostnað á því tímabili sem verið er að skoða.
Skoða verkáætlun:
​
  1. Veldu tímabilið sem þú vilta skoða
  2. Veldu hvaða tæki þú vilt skoða (öll eða bara ákveðin)
  3. Þú getur einnig þrengt leitina með því að velja tilfang (vinnust., varahluti o.fl.)
  4. Vinstra megin á myndinni höfum við töflu með öllum áætluðum verkum skv. vali
  5. Við getum smellt á hvert verk til þess að skoða nánar og breyta ef með þarf
  6. Hægra megin höfum við töflu með öllum tilföngum fyrir þau verk sem áætluð eru
  7. Unnt er að vista allar upplýsingar í Excel og senda þær í tölvupósti eða prenta út.

MaintSoft býður upp á kynningu með Teams fjarfundabúnaðinum!

6/10/2020

 
MaintSoft ehf notar Microsoft Teams lausnina til þess að auðvelda kynningu á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu fyrir áhugasömum og til þess að halda námskeið í notkun þess.

Með Teams getur MaintSoft boðið upp á spjall, myndfundi, deilt og unnið saman í skjölum tengdum verkefnum og haldið fjarfundi með stórum hópum svo eitthvað sé nefnt.  

Teams er afar einfalt í notkun. Í Teams fá allir sem eru boðaðir á fundinn/kynninguna hlekk til að komast á fundinn, hvort heldur sem um er að ræða fólk sem notar þetta forrit eða ekki. Hægt er að tengjast fundinum bæði í gegnum Teams forritið eða í gegnum vafra og það gerist bara með einum smelli.

Nánari upplýsingar um Teams: 
Picture



Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:

​
Bóka kynningu

Maintx á Iceland Fishing Expo í september 2019

24/5/2019

 
Maintx - Iceland Fishing Expo 2019
Verið velkomin í bás Maintx (B18) á sjávarútvegssýningunni  25 - 27/9 2019 í Laugardalshöllinni
​

Allir áhugasamir um viðhaldsstjórnunarkerfi eru hvattir til að koma við í bás MaintSoft ehf (B18)  á Iceland Fishing Expo 2019  í Laugardalshöll til þess að fræðast um hvað Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið getur gert fyrir þitt fyrirtæki.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:


Bóka kynningu

Ný snjalltækjalausn fyrir Maintx í boði

7/5/2019

 

​​Sendu viðhaldsbeiðni úr símanum 

Picture


Auðveldaðu öllum starfsmönnum fyrirtækisins að skrá viðhaldsbeiðni í símanum og senda í viðhaldskerfið 
Veittu viðhaldsstarfsmönnum, sem og öðrum starfsmönnum sem ekki sinna viðhaldsverkefnum, möguleika á að senda viðhaldsbeiðni í Maintx viðhaldskerfið úr símanum sínum með nýja appinu.  
 
Fáðu betri yfirsýn um hvað sé að og komdu í veg fyrir bilanir og vöntun á upplýsingum 
Skiptu út SMS skilaboðum, símtölum eða öðrum aðferðum við koma á framfæri viðhaldsbeiðnum innan fyrirtækisins með nýrri stöðugri og öruggri aðferð.  
 
 Ávinningur dæmi 
-Tíminn sem fer í að sinna verkbeiðnum minnkar um allt að 34%
- Tíminn sem fer í að eiga samskipti við tilkynnendur minnkar um allt að 41%
- Skilvirkara og öruggara fyrirkomulag á viðhaldsbeiðnum.
​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum  fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

​Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu.
Bókaðu kynningu á Maintx

Nýttu þér þjónustu okkar við að innleiða Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið

19/12/2018

 
Picture
Picture
Icefresh í Þýsklandi er eitt þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér þjónustu MaintSoft ehf fyrir hraðari og skjótari innleiðingu á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu

5 mikilvæg atriði vegna innleiðingar á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu

1.  Aðstoð við að setja upp eignaskrá fyrirtækisins í kerfinu 
MaintSoft getur hjálpað við að skilgreina þær eignir sem notandi vill halda utan um í kerfinu og hvernig best er að setja upp eignaskrána til þess að einfalda leit eða hvernig á að skilgreina undirþætti eigna. Oft leiðir óvönduð uppsetning á eignaskránni til þess að árangurinn verður ekki eins og stefnt var að. 
 
2.  Aðstoð við að setja upp fyrirbyggjandi verk 
MaintSoft getur hjálpað við að skilgreina fyrir þau upp að hluta eða öllu leyti og sjá til þess að starfsmenn hafi nauðsynlega þekkingu til að nota þennan þátt kerfisins. Ein helsta forsenda kostnaðarlækkunar vegna notkunar kerfisins er aukin notkun á  fyrirbyggjandi verkum og reglulegu eftirliti til þess að fækka bilunum og neyðartilvikum og lengja  notkunartíma eigna þinna. 

3. Aðstoð við að lesa inn fyrirliggjandi gögn í kerfið
MaintSoft getur hjálpað við að skilgreina hvaða gögn eigi að nýta í kerfinu og færa þau í það. Hvort sem verið er að endurnýta margra ára viðhaldssögu úr öðru kerfi eða að byrja frá byrjun þá skiptir miklu máli að gögnin sem fara í kerfið séu sem allra hreinust því að þá er fljótara að komast í gang með kerfið. Oft seinkar gangsetningu á viðhalds-stjórnunarkerfinu þar sem þarfirnar varðandi innlestur gagna eru óskýrar milli aðila.

4. Aðstoð við að skilgreina upplýsingaþarfirnar
MaintSoft getur hjálpað við skilgreina skýrslur sem henta viðhaldsdeildinni, stjórnendum og bókhaldsdeildinni. Að hugsa um þessar skýrslur fyrirfram stuðlar að því að kerfið sé sett upp, stillt og notað með þeim hætti að upplýsingarnar sem óskað er eftir berist.  

5. Aðstoð við að kenna notendum
MaintSoft getur hjálpað við að þjálfa notendur enda er það besta leiðin til að tryggja að starfsemi þín fái sem allra mest út úr kerfinu, þ.e. að vernda fjárfestinguna og hámarka ávinning vegna viðhalds í starfseminni. 

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum  fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

​Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu.
Bókaðu kynningu á Maintx

Viðhaldsstefna - 6 mikilvæg atriði

18/12/2018

 
Picture
1. Notkunartími:  
Notkunartími er skilgreining á því hvernær tæki er í notkun, í áreiðanlegu ástandi og tilbúið til notkunar. Þetta er til dæmis unnt að mæla með hlutfallinu á milli notkunar og heildartíma. Sá tími sem tækið er ekki í notkun vegna skipulags viðhalds er undanskilinn.

2. Áreiðanleiki:
Áreiðanleiki er geta tækis til að sinna sínu hlutverki án bilana miðað við skilgreindar forsendur og tíma. Þetta er til dæmis unnt að mæla með því að meta líkurnar á því hversu lengi kerfið á að vera í notkun. Endurtekning og tíðni bilana hafa áhrif á líkurnar og þar með áreiðanleika.  
Hugtökunum notkunartíma og áreiðanleika er oft blandað saman.  Í hefðbundinni starfsemi eins og verksmiðjum skiptir heildarnotkunartími meira máli en minni bilanir, þ.e. notkunartími vegur meira en áreiðanleiki. Hins vegar er þessu öfugt farið í t.d. flugiðnaði þar sem krítiskar bilanir geta valdið stórslysum og því skiptir áreiðanleiki meira máli í því tilviki.

3. Viðhaldsbærni:
Viðhaldsbærni er hversu þægilegt er að halda við tæki í rekstrarhæfu ástandi og hversu hratt (auðveldlega) er unnt gera við tækið ef það bilar. Þetta er stundum mælt með meðaltíma á milli bilana og meðaltíma að gera við. 

4. Öryggi:
Öryggi á við rekstur allra rekstrareigna í þeim tilgangi að draga úr hættum, áhættu, slysum og mögulegu tjóni og þannig vernda fólk, eignir og umhverfi frá skaða eða hættu vegna handahófskendra atburða.  

5. Vernd:
Með vernd er átt við það ástand að vera laus við hættu eða ógnun sérstaklega frá skipulögðum aðgerðum sem af ásetningi eru skipulagðar til þess að skapa hættu eða ógnun.  

6. Sjálfbærni:
Sjálfbærni er geta kerfa og ferla til að vera viðeigandi og að þola áskoranir sem koma upp á líftíma þeirra. Sjálfbærni er oft spurningin um að mæta þörfum dagsins í dag án þess að stefna í hættu velferð komandi kynslóða.  Oft snýst sjálfbærni um umhverfisvernd og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. 

Meiri notkunartími, áreiðanleiki, viðhaldsbærni, öryggi og vernd ættu að vera meginmarkmið hverrar viðhaldsstefnu. Sjálfbærni tryggir ábyrgan vöxt og eignastjórnun. Að ná þessum markmiðum lágmarkar rekstrarstöðvanir og bilanir, lengir líftíma eigna, eykur rekstrarlega skilvirkni og eykur öryggi og vernd fyrir fólk, eignir og umhverfi.  
​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum  fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

​Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu.
Bókaðu kynningu

Góð viðbrögð við Maintx á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018

19/11/2018

 
Mikill áhugi var á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 á  Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu í framhaldi af erindi Kristjáns Sigurgeirssonar framkvæmdastjóra MaintSoft ehf um hvernig m.a. hugbúnaðarkerfið  hjálpar útgerðum að stýra betur viðhaldi skipa sinna og annarra eigna og þannig auka skilvirkni vegna viðhalds og rekstraröryggi flotans. 
​
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið er m.a. í notkun hjá Samherja, Gjögur, Eimskip og Samskip.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum  fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

​Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu.
Maintx - Sjávarútvegsráðstefnan 2018
Kristján Sigurgeirsson á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018
Bókaðu kynningu

MaintSoft á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu 16 nóvember 2018

8/11/2018

 
Maintx með kynningu á Sjávarútvegssýningunni 2018
Dagur: 16 nóvember 2018
Tími: kl. 10:15
Staður: Málstofa B4 Silfurberg B, Hörpu
Heiti erindisins: Viðhaldsstjórnun skipaflota
​Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 15.-16. nóvember 2018.

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 verða 17 málstofur.  Það sem tekið verður fyrir á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 er m.a.: Markaðsmál, vottanir, umhverfismál, hönnun,  starfsumhverfi, greiningar, framtíðartækni, uppruni, vörumerki og margt fleira.   

Stutt um erindi MaintSoft ehf:
Á ráðstefnunni mun Kristján Sigurgeirsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins fjalla um viðhaldsstjórnun skipaflota:

Í erindinu verður áhersla lögð á að kynna hvernig Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið gerir m.a. fyrirtækjum með skipaflota með óreglulegt netsamband mögulegt að vera bæði með kerfið uppsett í hverju skipi og miðlægt á aðalskrifstofu sinni, þar sem öll gögn úr kerfunum í skipunum eru lesin inn um leið og skipin eru komin með nettengingu og eins eru þá upplýsingar úr miðlæga kerfinu lesnar inn í gagnagrunn hvers skips um leið. Kerfið stýrir viðhaldsverkefnum, varahlutum, viðhaldssögu og kostnaði.

​Ávinningurinn fyrir aðalskrifstofuna í landi af samtengingunni er m.a. sá að hún fær sjálfkrafa allar upplýsingar um viðhaldsverkefni, varahlutanotkun og kostnað lesnar rafrænt í miðlæga grunninn og hefur þannig fullkomnar upplýsingar um þessa þætti. 

Ávinningurinn fyrir skipið af samtengingunni er m.a. sá að skýrslugjöf til aðalskrifstofu um viðhald er að mestu sjálfvirk og að stjórnun varahlutanotkunar verður mun betri, sem dregur úr hættunni á að skipið verði órekstrarhæft um lengri tíma vegna skorts á varahlutum.
Tilgangurinn með því að tengja saman Maintx gagnagrunna með þessum hætti er að hámarka skilvirkni og gera gögn aðgengilegri fyrir hvort kerfið fyrir sig. 

Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið er m.a. í notkun hjá Samherja, Gjögur, Eimskip og Samskip.
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum  fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

​Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu.
Bókaðu kynningu

Fjögur algeng mistök fyrirtækja vegna viðhaldsstjórnunarkerfa

18/10/2018

 
Picture
Til mikils er að forðast þessar villur, þar sem þær geta dregið úr framleiðni og hagkvæmni þess að nota viðhaldsstjórnunarkerfi.

Ófullnægjandi notkun á viðhaldsstjórnunarkerfinu

​Algengt er að sjá villur sem rekja má til notenda, svo sem að gleyma að skrá upplýsingar, að skrá ófullnægjandi upplýsingar eða að sleppa að framkvæma reglubundnar viðhaldsúttektir sem kerfið sér um að minna á.

Þessar villur geta við fyrstu sýn virst smáar en geta fljótt undið upp á sig og orðið að stærri vandamálum síðar, sem kosta fyrirtæki bæði tíma og fjármuni, sérstaklega í ósveigjanlegum viðhaldshugbúnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að viðhaldsstjórnunarkerfi snýst ekki bara um hugbúnaðinn sjálfann, heldur líka um hvernig notendur skrá í kerfið og nota upplýsingarnar sem það geymir.

Ófullnægjandi innleiðing og þjálfun

Algeng mistök eru að fela innleiðingu á viðhaldsstjórnunarkerfi aðila, sem hefur litla eða enga þekkingu á viðhaldi eða reynslu af innleiðingu viðhaldsstjórnunarkerfis. Þessu verkefni þarf að fela aðila eða teymi með mikla þekkingu, sem gerir þeim kleift að hafa aðgang að heildareignaskrá fyrirtækisins og stilla viðhald hverrar eignar á réttan hátt.
​
Skortur á réttri þjálfun og undirbúningi fyrir alla meðlimi viðhaldsteymisins getur skapað mörg vandamál. Ef að viðhaldsstarfsmaður fær ekki skýr fyrirmæli er hætta á að þeir noti eigin aðferðafræði þegar þeir nota hugbúnaðinn, sem veldur því að gögnin í kerfinu verða ruglingsleg og óskipulögð.

Verkstjórnunarmistök

​Sumir stjórnendur vanrækja að skilgreina skýr hlutverk fyrir hvern meðlim í viðhaldsteyminu eða skilgreina ekki skýrt hvaða væntingar og kröfur eru gerðar til þessara hlutverka. Mikilvægt er að skilgreina þessa þætti skýrt í viðhaldsstjórnunarkerifnu til þess að forðast misskilning um hver gerir hvað og hvenær, en slíkt getur leitt til kostnaðarsamra mistaka.
​
Að auki er mikilvægt að sjá til þess að bæði milli- og efristjórnendur geti bæði skilið og notað viðhaldsstjórnunarkerfið. Þetta tryggir að verkefnum á sviði eignastjórnunar sé rétt úthlutað og allir í viðhaldsteyminu séu ábyrgir fyrir sínu hlutverki í ferlinu.

 Skortur á tíma og fjármagni vegna innleiðingar

Því fleiri eignir sem til staðar eru, þessu meiri fjármagni og tíma þarf að eyða í viðhald. Viðhaldsstjórnun á að vera stöðugt ferli, þ.e. viðhaldsstarfsmenn þurfa að verja tíma mánaðarlega, vikulega og jafnvel daglega til þess að tryggja að þetta ferli gangi vel fyrir sig. Þannig tryggir fyrirtækið að öllum markmiðum vegna viðhalds sé mætt og stuðlar að meiri árangri í stað þess að hindra hann.
​

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum    fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

​Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu.
Bókaðu kynningu

Breyttu viðhaldsgögnum í myndrænar upplýsingar með Power BI

26/9/2018

 
Maintx - Power BI greiningarverkfæri
Microsoft Power BI gerir þér kleift að breyta gögnunum þínum í myndrænar upplýsingar sem auðvelt er að nota og túlka. Power BI er öflug og hraðvirk lausn sem ræður við mikið gagnamagn sem hægt er að sækja úr flestum gagnagrunnum (SQL Server, NAV, Excel...)

Með Power BI er unnt að sameina gögn úr ólíkum kerfum og setja fram á einfaldan og læsilegan máta og vera með réttu upplýsingarnar þegar þörf er á þeim.

Helsti ávinningur Power BI:
• Myndræn framsetning á upplýsingum
• Unnt að útbúa gagnvirk mælaborð fyrir upplýsingar
• Sækir upplýsingar beint úr gagnagrunnum (MS SQL Server/Nav)
• Ræður við mikið gagnamagn.
​

Vönduð þarfagreining mikilvæg forsenda árangurs

Án þarfagreiningar og skýrt skilgreindra markmiða er mun erfiðara að ná fram þeim árangri sem að er stefnt með því að nota saman Power BI og Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið.

Af hálfu MaintSoft ehf er lagt til að farið sé í vinnu við að skilgreina þarfir þíns fyrirtækis vegna notkunar Power BI á sviði viðhaldsverkefna, þar sem starfmenn MaintSoft ehf og þíns fyrirtækis skilgreina  saman vandlega helstu þarfirnar.

Að lokinni þarfagreiningu er niðurstaða hennar sett fram í einfaldri skýrslu. Í framhaldi af þarfagreiningunni er síðan farið í að útbúa myndrænar framsetningar á þeim upplýsingum sem óskað er eftir á grundvelli kostnaðaráætlunar af hálfu MaintSoft ehf.
​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.
 
Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bókaðu kynningu

Áreiðanleikamiðað viðhald með aðstoð Maintx

26/6/2018

 
Tilgangur áreiðanleikamiðaðs viðhalds er að hámarka viðhaldsaðgerðir fyrirtækisins. Lokapunktur þess er sértæk viðhaldsstefna fyrir hverja einstaka eign fyrirtækisins.

Almennt eru eftirfarandi fjögur atriði talin vera grundvöllur fyrir áreiðanleikamiðuðu viðhaldi:
​

1.  Að hafa sem meginmarkmið að vernda virkni starfseminnar
2.  Að skilgreina bilanir/ástand sem hafa áhrif á virkni starfseminnar
3.  Að forgangsraða bilunum eftir tegundum
4.  Að velja viðeigandi og skilvirkar leiðir til að hafa stjórn á bilunum.

​
7 mikilvægar spurningar vegna áreiðanleikamiðaðs viðhalds:

Skilvirk innleiðing á áreiðanleikamiðuðu viðhaldi horfir á starfsemina sem röð af kerfum, sem hvert hefur inntak og framleiðslu sem leggur sitt af mörkum í árangri fyrirtækisins. Það er þá áreiðanleiki frekar en virkni þessara kerfa sem lögð er áhersla á.  Til þess að viðhaldsstefna geti talist vera áreiðanleikamiðuð ​þarf að svara að minnsta kosti eftirfarandi sjö spurningum fyrir hverja eign:
Maintx hugbúnaður fyrir viðhald

Read More

Árangursrík innleiðing á Maintx viðhaldskerfinu

26/2/2018

 
Picture
8 atriði sem hjálpa þér að innleiða viðhaldsstjórnunarkerfi
1. Úttekt á eignum/Gerðu heimavinnuna
Hér er kærkomið tækifæri til að fara yfir og skrá fasteignir, tæki, bifreiðar og hluti sem þú vilt halda utan um í viðhaldsstjórnunarkerfinu.  Skoðaðu vandlega hvernig best er að setja upp eignaskrána í kerfinu til þess að einfalda leit eða hvernig á skilgreina undirþætti eigna. Oft leiðir óvönduð uppsetning á eignaskránni til þess að árangurinn verður ekki eins og stefnt var að.

2. Farðu yfir fyrirbyggjandi verk
Allir framleiðendur tækja eru með leiðbeiningar um viðhaldsáætlanir, en hins vegar veit enginn betur en þú hvað er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir stöðvun á notkun tækja. Máttu ekki við óvæntum rekstrarstöðvunum?  Áætlaðu fyrirbyggjandi verk og eftirlit oftar. Er erfitt að nálgast vinnusvæði á háannatíma? Skipulegðu viðhald á helgum og utan notkunartíma.  Þarf að framkvæma stór verk á  starfsstöð? Áætlaðu fyrirbyggjandi verk 30 – 60 dögum áður til þess að tryggja að þú hafir tíma til þess að taka á öllum vandamálum. Ein helsta ástæða kostnaðarlækkunar vegna notkunar viðhaldsstjórnunarkerfis er aukin notkun á fyrirbyggjandi verkum og reglulegu eftirliti til þess að fækka bilunum og neyðartilvikum og lengja notkunartíma eigna þinna.

3. Hafðu samráð við tölvudeild þína
Hafðu samráð við tölvdeildina til að tryggja að kerfið sé rétt sett upp og allt virki hjá fyrirtækinu eins og til er ætlast til að forðast seinkanir á uppsetningu og að notendur verði fyrir truflunum.

4. Gerðu gögnin þín tilbúin
Hvort sem þú ert að endurnýta margra ára viðhaldssögu úr öðru kerfi eða ert að byrja frá byrjun þá skiptir miklu máli að gögnin sem fara í kerfið séu sem allra hreinust því að þá verður þú fljótari að komast í gang með kerfið. Að hjálpa þér að undirbúa þetta og annast innlestur gagna er þar sem MaintSoft ehf getur komið að miklu liði. Oft seinkar gangsetningu á viðhaldsstjórnunarkerfinu þar sem þarfirnar varðandi innlestur gagna eru óskýrar milli aðila.

5. Prófaðu vél- og hugbúnað
Það síðasta sem þú vilt að gerist þegar kemur að þjálfun starfsmanna á kerfið er að það sé ekki tilbúið og þar með sé verið að eyða dýrmætum tíma.  Tryggðu að vél- og hugbúnaður sé tilbúinn áður en þjálfun hefst.

6. Skilgreindu upplýsingarþarfir þínar
Áður en þú byrjar á innleiðingu og þjálfun á viðhaldsstjórnunarkerfi er mikilvægt að ræða við viðhaldsstarfsdeildina, stjórnendur og bókhaldsdeildina um hvers konar skýrslur þessir aðilar vilja sjá út úr kerfinu. Hver á að fá reglulegar skýrslur um áætlanir? Hversu oft eiga þeir að fá þessar skýrslur? Hvaða skýrslur eru mikilvægastar fyrir fyrirtækið?  Að hugsa um skýrslur fyrirfram stuðlaðar að því að kerfið sé sett upp, stillt og notað með þeim hætti að upplýsingarnar sem óskað er eftir berist. Þessi úttekt á upplýsingaþörf hjálpar þér líka að skilgreina hvort þörf sé á einhverri aðlögun.   

7. Þjálfaðu notendur
Þegar þú ert að búa til áætlun um þjálfun er mikilvægt að haga henni þannig að viðhaldsstarfsmenn fái þjálfun svo þeir geti hjálpað hver öðrum við dagleg verkefni og einnig að einhverjir fái þjálfun á alla þætti kerfisins og umsjón þess.  Jafnframt er gott að huga að framtíðarþjálfun til dæmis 6 mánuðum eftir að byrjað er að vinna í kerfinu og þegar reynsla er komin á notkun þess. Þjálfun notenda er besta leiðin til tryggja að þú fáir sem allra mest út úr viðhaldsstjórnunarkerfinu.  

8. Úttekt á viðhaldsstjórnunarkerfinu
Skilgreindu fyrirbyggjandi verk til að taka út viðhaldsstjórnunarkerfið. Notaðu nokkrar klukkustundir t.d. einu sinni á ári til þess að fara yfir kerfið til að kanna hvort að þú sér með nýjustu útgáfu, ert að fá þær skýrslur sem þú þarfnast og ert að nýta til fullnustu alla möguleika kerfisins. Þetta er líka góður tímapunktur til þess að ræða við notendur og kanna hvort þörf sé á meiri formlegri þjálfun.  Að gera þetta reglulega verndar fjárfestingu þína og hámarkar ávinning vegna viðhalds í fyrirtækinu.  

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að  viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
​
Bóka kynningu

Yfirlitsmynd Maintx með stuttum skýringum

22/2/2018

 
Picture

Skýringar

​Eignastjórnun:
Hér hefur þú á einum stað flokkaðar og aðgengilegar allar efnislegar eignir fyrirtækisins og upplýsingar um fyrirbyggjandi verk, tilfallandi óafgreidd verk og viðhaldssögu hverjar eignar.
 
Verkastjórnun
Hér getur þú stýrt og fylgst  með stöðu allra viðhaldsverka fyrirtækisins hvort sem þau eru tilfallandi eða skipulögð (fyrirbyggjandi).
 
Fyrirbyggjandi viðhald:
Kerfið er með aðgerðum sem styðja vel við fyrirbyggjandi viðhald, svo sem eftirlit með ástandi tækja, skráningu á upplýsingum og sjálfvirku eftirliti með birgðastöðu varahluta.

Varahlutastjórnun:
Kerfið er sniðið fyrir innkaup og birgðahald á varahlutum vegna viðhalds. Það auðveldar þér að tryggja að mikilvægir varahlutir séu ávallt til staðar og halda vörubirgðum varahluta í lágmarki.

Viðhaldssaga:
Kerfið heldur utan um allt sem gert er varðandi viðhald eignanna. Þær upplýsingar eru alltaf aðgengilegar í viðhaldssögu þeirra þar sem unnt er að sía og flokka þær með ýmsum hætti.
 
Úrvinnsla gagna:
Kerfið gerir kleift að kalla fram margvíslegar staðlar skýrslur eða eftir vali sem m.a. sýna fylgni við gæðastjórnunarstaðla, svo sem fastar úttektir og fyrirbyggjandi viðhaldsverk.

​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að
​viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Ný og einföld leið fyrir pantanatillögur í Maintx

20/12/2017

 
Maintx pöntunartillaga
Sjálfvirkar pantanatillögur vegna varahluta í Maintx
Komin er ný aðgerð í Maintx kerfið til þess að útbúa sjálfvirkt pantanatillögur fyrir varahluti á einfaldan og þægilegan hátt.

Kerfið sækir tillögur fyrir alla varahluti þar sem pöntunarmarki er náð, sem síðan eru sendar í pöntunarhluta kerfisins þar sem þær eru pantaðar frá birgjum.  Einnig er unnt að búa til handvirkt pantanatillögur ef með þarf. 

Ávinningurinn er sá að dregið er úr áhættunni að varahluti vanti, auðvelt er fyrir viðhaldsmenn að gera pantanatillögur og þá sem kaupa inn varahluti að vita hver er þörfin og panta vörur frá birgjum.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Maintx = tilbúið hugbúnaðarkerfi fyrir gæða- og viðhaldsstjórnun

21/11/2017

 
Picture
Hugmyndafræðin á bak við gæðastjórnun er halda utan um framleiðsluaðferðir, fara eftir þeim og geta staðfest það. Að nota Maintx hugbúnaðarkerfið bæði sem gæða- og viðhaldsstjórnunarkerfi er unnt að gera á einfaldan en samt öruggan hátt án forritunar.

Maintx fullbúin lausn fyrir gæða- og viðhaldsstjórnun:
1. Kerfið heldur utan um allt sem gert er varðandi viðhald tækja
2. Kerfið geymir miðlægt allar upplýsingar og þannig er unnt er að sjá þær í rauntíma
3. Kerfið gerir kleift að skilgreina tæki eftir mikilvægi
4. Kerfið gerir kleift að hengja öryggisfyrirmæli og -leiðbeiningar við fyrirbyggjandi viðhaldsverk, tæki og verkbeiðnir
5. Kerfið gerir kleift að kalla fram margvíslegar skýrslur sem sýna fylgni við gæðastjórnunarstaðla, svo sem fastar úttektir og fyrirbyggjandi viðhaldsverk.
6. Kerfið er með aðgerðum sem styðja vel við fyrirbyggjandi viðhald, svo sem eftirlit með ástandi tækja, skráningu á upplýsingum og sjálfvirku eftirliti með birgðastöðu varahluta í  kerfinu til að tryggja að nauðsynlegir varahlutir séu til staðar ef tæki bila
7. Kerfið er unnt að nota til þess að fylgja eftir og skilgreina dagsetningar fyrir fyrirbyggjandi viðhaldsverk, búa til verkbeiðnir og úthluta þeim á viðeigandi starfsmenn  eftir hæfni þeirra
8. Kerfið eykur framleiðni innan fyrirtækisins þegar kemur að viðhaldi með því minnka tímann sem ekki er unnt að nota tæki vegna bilunar, með því að fækka óvæntum  bilunum og með því að deila viðhaldsverkefnunum jafnara.
​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu á Maintx

Maintx - stutt video kynning

9/11/2017

 
Hér getur þú séð í þessari demo útgáfu hvernig viðmót Maintx lítur út varðandi eignir, verk og viðhaldssögu.

Kerfið býður upp á margvíslega möguleikar að vinna beint úr upplýsingunum á skjánum en einnig flytja upplýsingarnar í úrvinnsluforrit eins og t.d. Ecxel, ClickView o.fl.
Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.
​
Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Pantaðu persónulega kynningu

Gjögur hf velur Maintx viðhaldskerfið fyrir skip og landvinnslu

18/10/2017

 
Gjögur hf velur Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið
Hákon EA 148 (mynd af vefsíðu Gjögurs hf)
Það er okkur ánægja að kynna að sjávarútvegsfyrirtækið Gjögur hf hefur í október 2017 valið Maintx til þess að hafa stjórn á viðhaldi  eigna, sem falla undir vinnslu í landi og  skipaflota fyrirtækis

Gjögur hf. var stofnað á Grenivík árið 1946. Í dag starfa um 120 manns hjá félaginu í Grindavík, á Grenivík, í Reykjavík og á skipunum þremur, Áskeli, Hákoni og Verði.

​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bókaðu kynningu

Frá bás Maintsoft ehf (P79) á Icefish sýningunni 13 - 15 sept 2017

13/9/2017

 
Picture
Kristján Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Maintsoft ehf

Verið velkomin í bás okkar á Icefish sjávarútvegssýningunni 2017

Allir áhugasamir um viðhaldsstjórnunarkerfi eru hvattir til að koma við í bás okkar (P79) á Icefish sjávarútvegssýningunni í Kópavogi til þess að fræðast um hvað Maintx kerfið getur gert fyrir þitt fyrirtæki.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:


Á myndinni er Kristján Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Maintsoft ehf í bás fyrirtækisins.
Bókaðu kynningu
Picture

Samherji velur Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið fyrir nýja ísfisktogara

24/8/2017

 
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Björgúlfur EA 312 (skjáskot af vefsíðu Samherja)
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Kaldbakur EA 1 (skjáskot af vefsíðu Samherja)
Við hjá Maintsoft ehf erum ánægð að kynna að Samherji hf hefur valið að nota Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið fyrir umsjón og eftirlit með viðhaldi og varahlutum fyrir nýju ísfisktogarana Kaldbak EA 1, Björgúlf EA 312 og Björg EA 7.

Um er að ræða mikla end­ur­nýj­un ís­fisk­tog­ara Samherja hf  og má áætla að heild­ar­fjárfest­ing við smíði skip­anna þriggja og við að gera þau til­bú­in á veiðar nemi um sex millj­örðum króna.

​Skipin eru smíðuð í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent Samherja nýlega. Skipin eru 62 metra löng og 13,5 metra breið.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bókaðu kynningu á Maintx

Maintx verður á Íslensku sjávarútvegssýningunni - 13 - 15 september

17/8/2017

 

Verið velkomin í Bás P79
​ 

Picture
​Áhugasamir um Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið eru velkomnir til að heilsa upp á okkur á sýningunni til þess að spjalla og fræðast um hvernig unnt er að spara fjármuni og tima og auka öryggi með okkar þrautreynda hugbúnarkerfi.

​
​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Náðu tökum strax á notkun Maintx með stuttu kennslubæklingunum okkar!

3/11/2016

 
Til þess að auðvelda notendum að ná sem fyrst tökum á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu höfum við útbúið stutta kennslubæklinga, sem fjalla um alla helstu þætti kerfisins, samanber eftirfarandi lista:
​
  • Maintx - Starfsmenn
  • Maintx - Eignir, Tæki og Búnaður
  • Maintx - Ný Verk
  • Maintx - Varahlutabirgðir
  • ​Maintx - Pantanir á varahlutum
  • ​Maintx - Aðgerðahnappar
Skoða handbók og meira kennsluefni >
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi

Viltu vita meira um Maintx?

2/11/2016

 
Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi
Maintx - viðhaldsstjórnunarkerfi hentar flestum fyrirtækjum og eignum!
​Maintsoft ehf býður áhugasömum fyrirtækjum ókeypis kynningu á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu. Kynningin getur fari fram hvort sem er á starfsstöð þinni, okkar eða yfir netið. 

Að panta kynningu er ókeypis. Ekki þarf að skrá greiðslukort, skuldbinda sig eða leggja til hugbúnað. Ráðgjafi okkar mun verða í sambandi til þess að setja upp kynningu fyrir þig og þína starfsemi. Ef þér líkar það sem við höfum að bjóða þá getum við talað saman um hvernig þú getir byrjað nota lausnina.

Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:
Bóka kynningu

Maintx á Iceland Fishing Expo 2016 - 28 - 30 september

29/9/2016

 

Verið velkomin í Bás A1 (24 - 28)

Picture
Iceland Fishing Expo 2016 fer fram í Laugardalshöll
Áhugasamir um Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið eru velkomnir til að heilsa upp á okkur á sýningunni til þess að spjalla og fræðast um hvernig unnt er að spara fjármuni og tima og auka öryggi með okkar þrautreynda hugbúnarkerfi.

​
​Maintx er öflug hugbúnaðarlausn til þess að annast stjórnun á viðhaldi á öllum eignum fyrirtækja/stofnana, sem þarfnast þess að viðhald þeirra sé fyrirfram ákveðið og framkvæmt á réttum tíma.

Hafðu samband og fáðu kynningu á Maintx án kostnaðar eða skuldbindingar af þinni hálfu:

Bókaðu kynningu
Picture
Verið velkomin að hitta okkur
Meðal notenda kerfisins eru til dæmis:
  • Samherji
  • Samskip
  • Kynnisferðir 
  • IGS Ground Service
  • Landhelgisgæslan
<<Previous

    Maintsoft teymið

    Fylgstu með nýju efni um viðhaldsstjórnun, uppfærslum á Maintx og mörgu fleira.

    Eldra efni

    April 2022
    June 2021
    March 2021
    October 2020
    May 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    June 2018
    February 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    November 2016
    September 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015

Vörur 

Viðhaldskerfið
​App
Kostir kerfisins
​Notendur kerfisins

Þjónusta

Bóka kynningu
Verðlagning
Sérfræðiþjónusta
Aðstoð
Stoðupplýsingar
Blogg Maintx

Fyrirtækið

Um okkur
Hafa samband
​​English website

Staðsetning

MaintSoft ehf
Ármúla 36
108 Reykjavík
Sími 533 1050
info@maintx.is

© MaintSoft ehf | Reykjavík | Kennitala 410207-0280 | VSK nr. 93140 | Allur réttur áskilinn | Trúnaður

  • Hugbúnaður
    • Viðhaldskerfi >
      • Eignir
      • Verkbeiðnir
      • Varahlutir
      • Samtenging
    • Snjallsímalausn >
      • Viðhaldsbeiðnir
    • Notendur
    • Verðlagning
  • Ávinningur
  • Þjónusta
    • Bóka kynningu
    • Stoðupplýsingar
    • Notendaðstoð >
      • Sérfræðiþjónusta
    • Blogg
  • Um okkur
    • Maintsoft ehf
    • Hafa samband
  • En